Home Fréttir Í fréttum Vill 3,7 milljarða í leiguíbúðir

Vill 3,7 milljarða í leiguíbúðir

185
0
Aukningin er að sögn Ásmundar Einars hluti af umsömdu framlagi stjórnvalda til lífskjarasamninga sem gerðir voru síðasta vor. Mynd: Haraldur Guðjónsson/Vb.is

Félagsmálaráðherra vill auka stofnframlögum til að fjölga byggingu leiguíbúða úr 300 í 600 árið 2020.

<>

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi óskað eftir því að fjárframlög til stofnframlaga til byggingar eða kaupa almennra íbúða verði 3,7 milljarðar króna á næsta ári.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins þar sem segir að áður hafi verið ráðgert að dregið yrði úr fjölgun leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu.

Upphaflega hafi átt að reisa 300 slíkar íbúðir á næsta ári en nú standi til að tvöfalda fjöldann og byggja 600 íbúðir með slíkum stofnframlögum.

Aukningin er sögð hluti af umsömdu framlagi til lífskjarasamninganna frá því í vor.

„Ég hef lagt mikla áherslu á að húsnæðismál séu velferðarmál og því verður mjög ánægjulegt að fylgja þessari uppbyggingu eftir.

Þetta er auk þess einn af þeim þáttum sem lagt var upp með í tengslum við lífskjarasamninga á vinnumarkaði og það er ánægjulegt að þeir séu nú byrjaðir að skila sér í aðgerðum,” er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra í fréttinni á vef Stjórnarráðsins.

Heimild: Vb.is