Home Fréttir Í fréttum Uppbygging íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ – Njarðvík vill ekki deila húsi með Keflavík

Uppbygging íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ – Njarðvík vill ekki deila húsi með Keflavík

309
0
Ljónagryfjan Mynd: Sudurnes.net

Fulltrúar UMFN og Keflavíkur funduðu með ráðgjafa Capacent á dögunum með það að markmiði að fá fram sjónarmið íþróttafélaganna og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu félaganna er varðar uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ.

<>

Á fundinum var farið yfir skýrslu sem Capacent vann fyrir Reykjanesbæ um mögulega uppbyggingu, þá greiningarvinnu sem fór fram við gerð skýrslunnar, framtíðarsýnina sem sett var fram og helstu megináherslur tengdar henni.

Auk þess fóru fram umræður, þar sem hver og einn fulltrúi fékk tíma til að setja fram sínar athugasemdir við skýrsluna og tillögur að því hvernig uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ ætti að vera háttað.

Á fundinum kom meðal annars fram að Njarðvíkingar telja sig búa við aðstöðuleysi, bæði hvað varðar körfuknattleiksdeild félagsins og knattspyrnudeild.

Keflvíkingar telja sína aðstöðu hins vegar nokkuð góða í augnablikinu og leggja mikla áherslu á að félagið vilji áfram vera með sína félagsaðstöðu við Sunnubraut, það sé þeirra svæði og þar vilji þau vera.

Þá kom tillaga Capasent um samnýtingu félaganna á húsnæði sumum á óvart og kom fram að sameiginlegt hús myndi skera undan samkeppni, línur myndu ekki vera jafn skýrar og það væri til dæmis ekki pláss fyrir marga meistaraflokka í hverju húsi.

Tekið var fram að UMFN í körfuknattdeild vill ekki vera í sama húsnæði og Keflavík.

Heimild: Sudurnes.net