Home Fréttir Í fréttum Hveragerðisbær auglýsir lóðir til úthlutunar

Hveragerðisbær auglýsir lóðir til úthlutunar

256
0

Til úthlutunar eru eftirfarandi lóðir í fyrsta áfanga

Kambalands í Hveragerði:

<>

6 lóðir fyrir einbýlishús
3 lóðir fyrir þriggja íbúða raðhús
4 lóðir fyrir fjögurra íbúða raðhús

Einbýlishúsalóðum er úthlutað gegn gatnagerðargjaldi eingöngu en raðhúsalóðum er úthlutað með 30% byggingarréttargjaldi til viðbótar við gatnagerðargjaldið.

Við úthlutun verður farið eftir reglum Hveragerðisbæjar um úthlutun lóða. Fyrsta úthlutun fer fram þann 3. október og skulu umsóknir berast skipulagsfulltrúa/skrifstofu Hveragerðisbæjar fyrir þann tíma.

Nánari upplýsingar um lóðir, skilmála og umsóknareyðublöð er að finna á hjá skipulagsfulltrúa í síma 483-4000 eða tölvupósti á gfb@hveragerdi.is