Home Fréttir Í fréttum Byrjaðir að steypa Hús ís­lensk­unn­ar

Byrjaðir að steypa Hús ís­lensk­unn­ar

242
0
Um þess­ar mund­ir eru „8-10 karl­ar“ við störf á svæðinu. Í haust ættu starfs­menn að vera um 30 á svæðinu öllu jöfnu. Fram­kvæmd­in er flók­in. Ljós­mynd/Á​rna­stofn­un /mbl.is

Menn eru byrjaðir að steypa í holu ís­lenskra fræða! Hús ís­lensk­unn­ar mun rísa, verklok eru áætluð 2022, opn­un 2023.

<>

Guðrún Nor­dal for­stöðumaður Árna­stofn­un­ar er mjög glöð.
„Þetta verður bylt­ing. Ekki aðeins fyr­ir okk­ur hjá Árna­stofn­un og há­skól­an­um, held­ur Íslend­inga alla,“ seg­ir hún við mbl.is.

Það dróst mjög að hefja fram­kvæmd­ir á reitn­um við Suður­göt­una. Fyrsta skóflu­stung­an var tek­in 2013. Svo gerðist lítið. Ístak verk­tak­ar tóku við fram­kvæmd­inni eft­ir að hafa boðið lægst í útboði í fe­brú­ar á þessu ári.

Þor­vald­ur Guðjóns­son, sem stýr­ir fram­kvæmd­um við húsið fyr­ir hönd Ístaks, seg­ir menn í start­houl­unm. „Við erum komn­ir í grunn­inn,“ seg­ir hann. „Byrjaðir að steypa.“ Steypu­lög­in sem sjást á mynd­inni eru af­rétt­ing­ar­lög svo­nefnd, sem lögð eru fyrst allra.

Af­rétt­ing­ar­lög svo­nefnd hafa verið lögð í grunn­inn. Á þeim grunni verður byggt áfram næstu þrjú ár. Ljós­mynd/Á​rna­stofn­un /mbl.is

Svo er mikið verk framund­an. „Þetta er til­tölu­lega flókið í upp­steypu enda sporöskju­laga. Svo eru mörg skemmti­leg út­færslu­atriði varðandi geymsl­una. Þarna verða nátt­úru­lega geymd hand­rit og það er sér­búnaður í kring­um það, svo sem sér­stök loftræst­ing og slökkvi­kerfi,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Húsið verður reist á klöpp­inni á botni hol­unn­ar, ólíkt sum­um öðrum bygg­ing­um á há­skóla­svæðinu, sem reist­ar hafa verið í Vatns­mýr­inni. Þar er grund­un­in ólík og meiri hætta á að bygg­ing­ar sígi.

Þor­vald­ur seg­ir að eft­ir versl­un­ar­manna­helgi hefj­ist fram­kvæmd­irn­ar af meiri þunga og þá ættu að vera hátt í 30 manns starf­andi við bygg­ing­una næstu þrjú ár. Í bili eru þetta svona 8-10 karl­ar, seg­ir hann.

Guðrún fagn­ar því að fram­kvæmd­irn­ar séu hafn­ar fyr­ir al­vöru. „Þetta er mjög mik­il­vægt. Þetta er flókið hús en það mun al­ger­lega breyta mögu­leik­um okk­ar bæði til að sinna fræðslu­störf­um og til að miðla hand­rit­un­um,“ seg­ir hún.

Hús ís­lensk­unn­ar verður í senn safn, þar sem hand­rit­in verða til sýn­is og annað þeim skylt, kennslu­hús­næði fyr­ir ís­lensku­deild, höfuðstöðvar Stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum og mót­tökuaðstaða fyr­ir gesti sem koma til að skoða sýn­ing­ar, fræðast og stunda rann­sókn­ir.

Húsið rís í miðju safna­hverfi, til vest­urs er Lands­bóka­safn, suðvest­urs nýtt aðset­ur Hins ís­lenzka bók­mennta­fé­lags í Bænda­höll­inni, og til aust­urs Þjóðminja­safnið og suðurs há­skóla­svæðið allt. „Þarna mynd­ast skemmti­leg heild safna,“ er Guðrún viss um.

Þegar hol­an var lón, árið 2016. Hún stóð lengi tóm. Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Heimild: Mbl.is