Home Fréttir Í fréttum Hverfisgata 12 í Hafnarfirði er laus til úthlutunar fyrir flutningshús

Hverfisgata 12 í Hafnarfirði er laus til úthlutunar fyrir flutningshús

265
0

Hafnarfjarðarbær auglýsir til úthlutunar lóð fyrir flutningshús. Um er að ræða einbýlishúsalóð að Hverfisgötu 12 og verður lóðin seld á föstu verði.

<>

Bæði einstaklingar og lögaðilar geta sótt um lóðina. Skila þarf inn með umsókn greinargerð um það hús sem flytja skal á lóðina og mun skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar meta umsóknirnar með tilliti til skipulagssjónarmiða.

Helstu upplýsingar um lóð – Hverfisgata 12

Stærð lóðar er 228 fm2
Hámarksbyggingarmagn á lóð er 150 fm2
Húsið skal vera staðsett innan byggingarreits og er hámarksgrunnflötur 70 fm2
Nýtingarhlutfall er 0,66
Hámarksvegghæð frá gólfkóta við götu er 320 sm
Þakhalli er 37°- 45°
Lengd kvista má samanlagt ekki vera nema 50% af lengd langveggjar
Húsið skal vera klætt að utan með bárujárni eða timbri
Verð er lágmarksverð einbýlishúsalóða, nú 13.374.955.- kr. m/v byggingavísitölu í júlí
Húsið þarf að uppfylla skilyrði laga um friðun
Húsið þarf að uppfylla skilmála deiliskipulags
Húsið þarf að falla vel að umhverfinu og vera í svipaðri stærð og nærliggjandi hús.
Húsið þurfi að víkja eða heimild sé til niðurrifs í gildandi deiliskipulagi þess svæðis sem viðkomandi hús er á

Sögulegar forsendur þurfa að styðja flutning hússins á þessa lóð
Gert er ráð fyrir staðgreiðslu lóðar 45 dögum eftir samþykkt bæjarstjórnar um úthlutun

Nánari skilmálar og upplýsingar vegna lóðar

Hæðarblað
Mæliblað
Greinargerð og skipulagsskilmálar fyrir: MIÐBÆR HRAUN VESTUR
Skipulagsuppdráttur fyrir: MIÐBÆR HRAUN VESTUR
Mynd af lóð tekin 25.júlí 2019
Almennar reglur um úthlutun lóða
Almennir úthlutunarskilmálar

Umsókn og fylgiskjöl

Sótt er um lóð á MÍNAR SÍÐUR. Umsóknareyðublað er að finna undir: Umsóknir – Framkvæmd og skipulag – Lóðarumsókn íbúðahúsnæði. Umsóknum skal skilað í gegnum MÍNAR SÍÐUR í síðasta lagi fyrir lok dags föstudaginn 16. ágúst 2019. Umsóknir verða teknar til afgreiðslu á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 29. ágúst.
Fylgiskjöl með umsókn skulu innihalda:
Greinargerð um það hús sem flytja skal á lóðina
Myndir af húsi, innan og utan
Upplýsingar um aldur
Upplýsingar um stærð grunnflatar
Upplýsingar um núverandi staðsetningu
Teikningar auk byggingarsögu ef til eru

Heimild: Hafnarfjordur.is