F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Stórhöfði – Viðarhöfði. Endubætur gagnamóta, útboð nr. 13545.
Verkið felur í sér breikkun Stórhöfða um gatnamótin við Viðarhöfða og komið fyrir beygjureinum og gerð umferðareyja á Stórhöfða. Þá verði komið fyrir ídráttarrörum vegna fyrirhugaðrar ljósastýringar. Gangstétt norðan Stórhöfða verður framlengd til austurs að gatnamótum að Stórhöfða 37. Gerður verði stígur frá gatnamótum Stórhöfða 37 og að innkeyrslu fyrir Stórhöfða 45 ásamt lýsingu.
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt 1000 m3
Grúsarfylling 850 m3
Malbikun 1740 m2
Kantsteinar 400 m
Hellulögn 70 m2
Skurðir vegna ídráttarröra: 170 m
Steypt gangstétt: 200 m2
Reising ljósastaura 4 stk.
Lokaskiladagur verksins er 1. október 2015.
Útboðsgögn á geisladiski verða seld á 3.000 kr. frá fimmtudeginum 18. júní 2015 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12–14, 1.hæð, 105 Reykjavík.
Opnun tilboða: Fimmtudaginn 2. júlí 2015 kl. 14:00, í Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík. Tilboðum skal skilað í þjónustuver Reykjavíkurborgar.