Home Fréttir Í fréttum Allt á floti á Hverfisgötu: Vatnslaust á Hótel 101

Allt á floti á Hverfisgötu: Vatnslaust á Hótel 101

508
0
Verkamenn höfðu náðu tökum á vatninu stuttu eftir að ljósmyndara bar í garð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Skófla sem fór í gegnum vatnslögn olli því að skrúfa þurfti fyrir vatnið á svæðinu.

<>

Óhapp olli því að skófla fór í gegnum vatnslögn við framkvæmdir á Hverfisgötu. Búið er að skrúfa fyrir vatnið en óljóst er hve margir íbúar eru nú án vatns.

Mikið vatn blasti við vegfarendum Hverfisgötu á sjöunda tímanum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekkert vatn á Hótel 101
Starfsmenn 101 Hótels segja ekkert uppþot vera innan hótelsins og sögðu óvíst hvað yrði gert ef vatn kæmi ekki brátt aftur á. Starfsmaður hótelsins sagði vinnumenn á svæðinu ekki vilja tjá sig og að þau biðu úrlausnar málsins. Júlía Björgvinsdóttir, hótelstjóri, segir alla vera rólega á staðnum og að tímabundið vatnsleysi muni ekki koma niður á gestum hótelsins.

Óhöpp koma fyrir
Þór Gunnarsson, verkefnisstjóri framkvæmdarinnar, segir að verið sé að vinna í því að stöðva lekann. „Þetta er bara óhapp, svona náttúrlega gerist og vonandi ná þeir að laga þetta fljótt aftur.“ Hann segir óljóst hvort tafir verði á framkvæmdum við Hverfisgötu en vonar að slysið komi ekki að sök.

Heimild: Frettabladid.is