Home Fréttir Í fréttum „Löngu tímabærar“ endurbætur á Djúpvegi

„Löngu tímabærar“ endurbætur á Djúpvegi

191
0
Vegkaflinn er um sjö kílómetrar og liggur úr Hestfirði í Seyðisfjörð. Mynd: RÚV Grafík - RÚV

Það er varla fært fyrir tvo flutningabíla að mætast hérna, segir verkstjóri endurbóta á veginum um Seyðisfjörð í Ísfjarðardjúpi. Löngu tímabærar endurbætur, segir vegfarandi.

<>

Sjö kílómetra kafli
Endurbætur á Djúpvegi Ísafjarðardjúpi hófust fyrir skömmu. Vegkaflinn er um sjö kílómetrar og nær úr Hestfirði yfir í Seyðisfjörð og eftir vestanverðum Seyðisfirði.

Suðurverk sér um verkið og á því að ljúka í september á næsta ári. Áætlaður kostnaður er um hálfur milljarður króna.

„Verkið felst náttúrlega bara í endurbyggingu á gömlum vegi og köflum sem er breytt úr gamla vegstæðinu og búnir til nýir.

Minnka brekkur og þvíumlíkt og laga þetta fyrir umferðina,“ segir Gísli Sigursteinn Eysteinsson.

Erfitt fyrir tvo stóra bíla að mætast
Vegurinn er í sama vegstæði og fyrsti vegurinn um Seyðisfjörð og Hestfjörð sem var ekki lokið fyrr en 1975. „Það eru mörg tonn búin að fara eftir þessum vegi,“ segir Gísli.

Vegurinn ber aldurinn með sér – þótt hann hafi verið malbikaður. „Þetta er varla fært fyrir tvo flutningabíla að mætast á þessu þannig að þetta er ekki hraðbraut – það er fjarri lagi,“ segir Gísli.

Löngu tímabærar framkvæmdir
Rúnar Brynjólfsson er bílstjóri fyrir Gámaþjónustu Vestfjarða: „Þetta er svakalegt á veturna, oft mikill snjór undir hlíðinni, hérna meðfram og svo örmjótt sko. – Þetta verður fínt þegar þeir verða búnir að laga þetta. Þetta verður allt annað.“
Tímabært? „Löngu tímabært,“ segir Rúnar.

Heimild: Ruv.is