Home Fréttir Í fréttum Í þrot eftir 400 ár í rekstri

Í þrot eftir 400 ár í rekstri

170
0
R Durtnell and Sons byggði Poundsbridge sveitasetrið árið 1593 sem stendur enn. Aðsend mynd

Elsta byggingafyrirtæki Bretlands er farið í þrot eftir að hafa starfað frá árinu 1591. Sama fjölskyldan rak það í þrettán kynslóðir.

<>

Elsta byggingafyrirtæki Bretlands, R Durtnell and Sons er farið í þrot eftir yfir 400 ára rekstur.

Fyrirtækið var stofnað árið 1591 og hefur verið rekið af sömu fjölskyldu í þrettán kynslóðir að því er BBC greinir frá.

Um 100 manns störfuðu hjá fyrirtækinu sem vann að 3,5 milljarða endurbótum á Royal Pavilion höllinni í Brighton.

Fyrirtækið hóf störf í Kent á tímum Elísabetar fyrstu Englandsdrottningar sem ríkti frá 1558 til 1603.

Fyrirtækið byggði Poundsbridge sveitasetrið í Kent árið 1593 en setrið stendur enn.

R Durtnell and Sons sérhæfði sig í byggingu kirkna, skóla, listasafna og lúxusvilla.

Fyrirtækið var rekið með 108 milljón króna tapi árið 2017.

Erfitt efnahagsástand er sagt hafa komið niður á rekstrinum en yfir 7.000 verktakafyrirtæki hafa orðið gjaldþrota á Bretlandi frá árinu 2008.

Heimild: Vb.is