Home Fréttir Í fréttum Jarðgöng yfir í Gufu­nes og lág­brú koma til greina

Jarðgöng yfir í Gufu­nes og lág­brú koma til greina

413
0
Svona gæti Sunda­braut legið, yfir Álfs­nes, Gunnu­nes, Geld­inga­nes, Gufu­nes og áfram til Reykja­vík­ur. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Jarðgöng yfir í Gufu­nes og lág­brú sem þver­ar hafn­ar­svæðið við Klepps­vík eru þeir val­kost­ir sem starfs­hóp­ur á veg­um rík­is­ins og Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu tel­ur koma til greina fyr­ir nýja Sunda­braut.

<>

Starfs­hóp­ur­inn hef­ur skilað skýrslu til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, en hvorki botn­göng né há­brú yfir Klepps­vík voru tald­ir fýsi­leg­ir kost­ir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Starfs­hóp­ur­inn fór yfir öll fyr­ir­liggj­andi gögn um fram­kvæmd­ina og lét upp­færa kostnaðaráætlan­ir og um­ferðarspár.

Erfiðasti og dýr­asti hluti mögu­legr­ar Sunda­braut­ar er þver­un Klepps­vík­ur, en þar er nú um­fangs­mik­il starf­semi Sunda­hafn­ar, sem er meg­in­gátt Íslands í vöru­flutn­ing­um á sjó.

Starfs­hóp­ur­inn tel­ur jarðgögn eina raun­hæfa mögu­leik­ann fyr­ir út­færslu Sunda­braut­ar miðað við gild­andi skipu­lag, stefnu stjórn­valda og framtíðaráform Faxa­flóa­hafna og skipa­fé­lag­anna um hafn­ar­svæðið.

Þau hafi lít­il sem eng­in áhrif á starf­semi og mögu­leika á framtíðarþróun Sunda­hafn­ar.

Sam­kvæmt kostnaðarút­reikn­ing­um yrðu jarðgöng­in þó um­tals­vert dýr­ari en aðrar lausn­ir og myndu, að mati starfs­hóps­ins, laða að sér minni um­ferð.

Á móti komi hins veg­ar að um­ferðarspár bendi til að með til­komu þeirra gæti dregið úr um­ferð á vest­ari hluta Sæ­braut­ar sem get­ur til lengri tíma leitt af sér minni fjár­fest­ing­arþörf þar og bætt um­hverf­is­gæði.

Af val­kost­um um að þvera Klepps­vík tel­ur starfs­hóp­ur­inn aðeins koma til greina að lág­brú verði fyr­ir val­inu. Sú leið væri ódýr­asta lausn­in og senni­lega sú besta fyr­ir aðra sam­göngu­máta. Lág­brú myndi laða að sér mesta um­ferð og bæta aðgengi annarra ferðamáta veru­lega.

Á hinn bóg­inn myndi fram­kvæmd­in kalla á að framtíðar­hug­mynd­ir um skipu­lag hafn­ar­starf­semi við Sunda­höfn yrðu tekn­ar til gagn­gerr­ar end­ur­skoðunar.

Heimild: Mbl.is