Home Fréttir Í fréttum Ísafjörður: Fyrsta íbúðin seld í nýbyggingu við Sindragötu

Ísafjörður: Fyrsta íbúðin seld í nýbyggingu við Sindragötu

202
0
Mynd: BB.is

Þegar er búið að selja fyrstu íbúðina í nýbyggingunni að Sindragötu 4a sem Ísafjarðarbær stendur fyrir.

<>

Í húsinu verða 13 íbúðir sem allar eru komnar á sölu. Íbúðin seldist fyrir 28,5 milljónir króna sem er það sem sett var á hana.

Íbúðirnar eru seldar án gólfefna en tilbúnar að öðru leyti. Verðið er þá um 400 þúsund krónur á hvern fermetra.

Guðmundur Óli Tryggvason sagði í samtali við Bæjarins besta að mikil eftirspurn væri og vel liti út með sölu.

Húsið er þriggja hæða lyftuhús auk kjallara. Íbúðirnar eru allt frá 52 og upp í 140 fermetrar að stærð að meðtöldum bílskúr.

Á fyrstu hæð eru fimm íbúðir, fimm á annarri hæð og þrjár á þeirri efstu. Vestfirskir verktakar ehf. annast byggingu hússins fyrir Ísafjarðarbæ.
Áætlað er að afhenda íbúðirnar í lok árs.

Heimild: BB.is