Home Fréttir Í fréttum Fyrsta leigjanda Bjargs íbúðafélags afhentir lyklar

Fyrsta leigjanda Bjargs íbúðafélags afhentir lyklar

115
0
Katrín er fyrsti leigjandinn til að fá afhenta lykla að nýrri íbúð. Mynd: Fréttablaðið/Valli

Bjarg í­búða­fé­lag af­henti í gær fyrsta leigjandanum lykla að nýrri íbúð. Alls fá í júní og júlí 68 leigj­endur af­henta lykla að nýjum í­búðum.

<>

Alls eru nú 563 í­búðir í byggingu á vegum fé­lagsins og 490 til við­bótar í hönnunar­ferli. 1.150 eru á biðlista eftir íbúð.

Bjarg í­búða­fé­lag af­henti í gær fyrsta leigjandanum lykla að nýrri íbúð. Alls fá í júní og júlí 68 leigj­endur af­henta lykla að nýjum í­búðum.

Fyrsti leigjandinn er Katrín Einars­dóttir sem er tveggja barna móðir. Katrín hefur búið um nokkurt skeið í einu her­bergi heima hjá for­eldrum sínum á­samt börnum sínum, sem eru fjögurra og tíu ára gömul, og segir því kær­komið að komast í nýja íbúð hjá Bjargi.

„Ég sá þetta í fréttunum fyrir um ári síðan og sótti um. Ég fékk svo að vita um ára­mótin að mér hefði verið út­hlutað,“ segir Katrínu í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Hún segir að hún hafi fengið að líta inn í í­búðina fyrr á árinu en þá hafi hún verið langt frá því að vera til­búin en henni lítist rosa­lega vel á. Katrín segist vera á­nægð með hverfið og vera spennt að flytja inn.

„Ég hef áður búið í Grafar­voginum og líkar vel við. Þetta er mjög barn­vænt hverfi,“ segir Katrín.

Flytur inn í kvöld
Katrín býst fast­lega við því að hún muni flytja inn strax eftir að af­hendingar­at­höfninni er lokið. Aðrir í­búar fá af­hentar í­búðir sínar þann 1. júlí þannig Katrín verður ein í húsinu þar til um mánaðar­mótin.

Í­búðin sem Katrín fékk er þriggja her­bergja og er leigu­verðið um 160 þúsund krónur á mánuði.

„Leigan er reiknuð út frá tekjum. Það eru reiknaðar tekjur síðasta árs og svo er leigan prósenta af því. Þetta er því tölu­vert hag­stæðara en al­menni leigu­markaðurinn,“ segir Katrín.

Fram kemur á heima­síðu Bjargs að greiðslu­byrði leigu muni ekki fara um­fram 25 til 30 prósent af heildar­tekjum að teknu til­liti til hús­næðis­bóta.

1.150 á biðlista eftir íbúð
Bjarg í­búða­fé­lag var stofnað af Al­þýðu­sam­bandi Ís­lands og BSRB árið 2016 með það að mark­miði að byggja upp leigu­hús­næði fyrir tekju­lægri fé­lags­menn þessara heildar­sam­taka launa­fólks.

Alls eru nú 563 í­búðir í byggingu á vegum fé­lagsins og 490 til við­bótar í hönnunar­ferli.
Fram kemur í til­kynningu frá Bjarg að þau á­formi að halda upp­byggingu hús­næðis á­fram í sam­ræmi við þörf og fjár­magn. Sveitar­fé­lög vinna hús­næðis­á­ætlanir til að meta þörfina og er Bjarg í góðu sam­starfi við þau um frekari upp­byggingu á næstu árum.

Um 1.150 fé­lags­menn ASÍ og BSRB eru nú á bið­lista eftir í­búðum svo ljóst er að þörfin fyrir leigu­hús­næði til langs tíma á hag­kvæmu verði er mikil.

„Verka­lýðs­hreyfingin hefur enn og aftur tekið frum­kvæði að því að bjóða hag­kvæmari í­búðir fyrir vinnandi fólk á Ís­landi. Það er afar á­nægju­legt að sjá þetta verk­efni verða að veru­leika og ég veit að Bjarg mun gera fjölda fólks kleift að búa í mann­sæmandi hús­næði á við­ráðan­legum kjörum. Þetta er gleði­dagur og vísir að því sem koma skal,“ sagði Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ við at­höfnina.

„Það er virki­lega á­nægju­legt að sjá hér í dag af­raksturinn af þeirri miklu vinnu sem unnin hefur verið á þeim þremur árum sem liðin eru frá því Bjarg var stofnað. Upp­bygging fé­lagsins sýnir að það er vel hægt að byggja upp leigu­fé­lög hér á landi sem ekki eru rekin í hagnaðar­skyni.

Nú eru fyrstu leigj­endurnir að flytja inn og við hlökkum til að bjóða mun fleiri vel­komna í hópinn á komandi mánuðum og árum,“ sagði Sonja Ýr Þor­bergs­dóttir, for­maður BSRB.

Mikil upp­bygging fram undan
Fram­kvæmdir við 563 í­búðir eru nú í fullum gangi við Móa­veg, Urðar­brunn, í Úlfarsár­dal við Hall­gerðar­götu og í Hraun­bænum í Reykja­vík, sem og á Akra­nesi og á Akur­eyri.

Á­ætlað er að af­henda leigj­endum 141 íbúð til við­bótar í ár eftir því sem hús­næðið verður til­búið. Þær í­búðir eru við Móa­veg, í Aspar­skógum og í Urðar­brunni.
Unnið er að hönnun 490 í­búða til við­bótar í Bryggju­hverfinu, Gelgju­tanga, og Skerja­firði í Reykja­vík, og í Hafnar­firði, Þor­láks­höfn, Sand­gerði og á Sel­fossi.

Heimild: Frettabladid.is