Home Fréttir Í fréttum Verkís vinnur að hönnun og útboðsgagnagerð tengivirkis í Vestmannaeyjum og Grundarfirði.

Verkís vinnur að hönnun og útboðsgagnagerð tengivirkis í Vestmannaeyjum og Grundarfirði.

125
0
Vestmannaeyjar

Verkís vinnur að hönnun og útboðsgagnagerð tengivirkis í Vestmannaeyjum og Grundarfirði.

<>

Tengivirkið í Vestmannaeyjum er framhald af lagningu nýs sæstrengs til Vestmannaeyja sem Verkís vann á árinu 2013. Nýja tengivirkið verður fyrir 66 kV spennu og með tilkomu þess tvöfaldast flutningsgeta strengsins. Afar þröngt er um pláss fyrir slíkt mannvirki í Vestmannaeyjum og var því valinn staður á athafnasvæði Ísfélags Vestmannaeyja, á þekktri gönguleið frá höfninni og út á Skansinn. Hönnun mannvirkisins tekur nokkurt mið af þessu og verður útsýnispallur fyrir ferðamenn yfir hafnarsvæðið á þaki tengivirkishússins.

Tengivirkið í Grundarfirði er fyrir 66 kV og 19 kV búnað og verður reist á Lambakróarholti í Grundarfirði. Það kemur í stað núverandi tengivirkis, en það var reist árið 1977. Þá tengjast framkvæmdirnar hringtengingu 66 kV kerfisins á Snæfellsnesi, því nýr 66 kV strengur verður lagður frá Grundarfirði í Ólafsvík, Ólafsvíkurlína 2. Tengivirkisbyggingin verður 292 m2 steinsteypt að hluta og stálgrindarhús að hluta.

Heimild: Verkís