Home Fréttir Í fréttum 12.06.2019 Bolungarvíkurhöfn – Brjóturinn, endurbygging stálþils 2019

12.06.2019 Bolungarvíkurhöfn – Brjóturinn, endurbygging stálþils 2019

98
0
Mynd: Vikari.is

Hafnarsjóður Bolungarvíkur óskar eftir tilboðum í ofangreint verk.

<>

Helstu verkþættir eru:

· Prufurekstur, sprengd eða rippuð rás fyrir þil ef þörf reynist á.

· Rekstur 78 stálþilsplatna, steypa akkerisplötur, uppsetning staga og festinga og fylling innan við þil.

· Taka upp fríholt, brjóta og fjarlægja kant með pollum og festihringjum alls um 97 m.

· Brjóta og fjarlægja steypta þekju. Aftengja og taka upp raf-, og vatnslagnir.

· Leggja vatnslagnir í bryggjuna og ídráttarrör fyrir rafstrengi

· Steypa kantbita með pollum, uppsetningu á stigum og fríholtum.

· Fylla í skarð milli gamla stálþils og grjótgarðs noraustan við stálþilið.

· Taka upp núverandi grjótvörn og endurraða grjótvörn utan á nýja fyllinguna.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2019.

Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 27. maí 2019.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 12. júní 2019 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.