Vegagerðin og Ístak skrifuðu í gær undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót.
Fjögur tilboð bárust í verkið og var Suðurnesjafyrirtækið Ellert Skúlason lægstbjóðandi í samstarfi við tvö önnur fyrirtæki. Vegagerðin mat fyrirtækin þrjú ekki hæf í verk af þessari stærðargráðu og gekk til samninga við Ístak eftir ítarlegt mat á tilboðum.
Samkvæmt áætlunum eiga framkvæmdir að hefjast nú í byrjun maí. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2020.
Í gær var einnig skrifað undir samninga við Mannvit um eftirlit með verkinu.
Heimild: Sudurnes.net