Home Fréttir Í fréttum 200 milljóna króna gjaldþrot byggingaverktaka

200 milljóna króna gjaldþrot byggingaverktaka

497
0
Kísilveri United Silicon var lokað í september 2017. Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Skiptum í þrotabú byggingaverktakans Nova Buildings ehf lauk þann 16. apríl. Lýstum kröfum í búið námu 195 milljónum króna samanlagt en 97 milljónir króna voru samþykktar við skiptameðferðina.

<>

Tæplega fjórar milljónir króna fengust greiddar upp í almennar kröfur í búið og 600 þúsund krónur í forgangskröfur.

Fyrirtækið sérhæfði sig í stálgrindarhúsum og komst í fréttirnar í árslok 2016 eftir að það hafði verið úrskurðað gjaldþrota.

Nova Buildings var undirverktaki hjá United Silicon annars vegar og Íslenskum aðalverktökum hins vegar við byggingu kísilversins í Helguvík.

Stóð Nova Buildings í deilum við United Silicon sem vildi ekki afhenda fyrirtækinu þakefni sem kom til landsins í sömu sendingu og hluti stálgrindar kísilversins.

Fjallað var um deilurnar í DV á sínum tíma.

Heimild: Visir.is