Home Fréttir Í fréttum Lóð WOW í Kárs­nesi ekki hluti af þrota­bú­inu

Lóð WOW í Kárs­nesi ekki hluti af þrota­bú­inu

283
0
WOW air áformaði að reisa höfuðstöðvar á land­fyll­ingu við Vest­ur­vör í Kárs­nesi. Þessi hug­mynd varð í þriðja sæti í lokaðri hug­mynda­sam­keppni flug­fé­lags­ins. Tölvu­teikn­ing/​Yrki arki­tekt­ar

Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, seg­ir bæj­ar­yf­ir­völd enn bíða svara frá WOW air varðandi lóð fé­lags­ins í Kárs­nesi. Sveinn Andri Sveins­son, skipta­stjóri þrota­bús WOW air, seg­ir í sam­tali við mbl.is að WOW air sé ekki eig­andi eða rétt­hafi að lóðinni á Kárs­nesi.

<>

Eng­ar veðheim­ild­ir eru því til staðar og lóðin er gjaldþrot­inu óviðkom­andi. Bygg­ing­ar­lóðin er í eigu fé­lags­ins TF-Kóp en það er í eigu Skúla Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóra WOW air.
Bæj­ar­lögmaður Kópa­vogs ritaði fé­lag­inu bréf í nóv­em­ber og spurði um gang verk­efn­is­ins. Ármann seg­ir í sam­tali við mbl.is að enn hafi eng­in svör borist.

„Það er aug­ljóst að það þarf að taka upp þetta sam­komu­lag,“ seg­ir Ármann, en hann á von á er­indi frá Skúla þar sem hann skýr­ir frá stöðunni.

„Við höf­um ekki verið að herja á hann í augna­blik­inu en auðvitað þurf­um við að leita frek­ari upp­lýs­inga varðandi fram­vindu máls­ins.“

WOW air áformaði að reisa höfuðstöðvar á land­fyll­ingu við Vest­ur­vör í Kárs­nesi. Lóðin snýr að Naut­hóls­vík en þaðan er áformað að leggja brú yfir á Kárs­nesið.

Heimild: Mbl.is