Home Fréttir Í fréttum 02.04.2019 Árbæjarsafn – Sýningarskáli

02.04.2019 Árbæjarsafn – Sýningarskáli

352
0
árbæjarsafn

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Árbæjarsafn – Sýningarskáli, útboð nr. 14426.

<>

Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Um er að ræða um 140 ferm. sýningarskála yfir gufuvaltarann Bríeti og eimreiðina Pioner í eigu Árbæjarsafns.

Í skálanum verður aðstaða fyrir gesti safnsins til að skoða vélarnar. Skálanum er ætlaður staður syðst í landi Ábæjarsafns þar sem hann mun mynda lítið torg með Vopnafjarðarhúsunum, Kjöthúsinu og Kornhúsinu.

Skálinn er byggður úr stálrömmum á steyptum grunni, með steyptum vegg til suðurs en glerveggjum og hurðum til norðurs að torginu.

Í skálanum verður auk vélanna aðstaða fyrir litla sýningu um vélarnar og notkun þeirra og þátt þeirra í uppbyggingu Reykjavíkurborgar og hafnar.

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 13:00 mánudaginn 11. mars 2019.

Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar.

Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 14:00 þann 2. apríl 2019.

Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupadeild 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is