Home Fréttir Í fréttum Húnavatnshreppur auglýsir eftir girðingaverktökum

Húnavatnshreppur auglýsir eftir girðingaverktökum

361
0
Mynd: RÚV

Húnavatnshreppur auglýsir eftir girðingaverktökum til að sinna viðhaldi girðinga á Auðkúluheiði, Grímstunguheiði, Haukagilsheiði og Víðidalsfjalli.

<>

Óskað er eftir tilboði í hverja klukkustund fyrir mann, tæki og fleira, og gjald fyrir hvern ekinn kílómeter en reiknað er með að vinna sem þess sé um 1.500 klukkustundir á ári.

Ennfremur má reikna með að viðkomandi verktaki vinni önnur girðingaverk fyrir sveitarfélagið. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi.

Tilboðum skal skilað inn til Húnavatnshrepps á netfangið einar@hunavatnshreppur.is. Í tilboðinu skal koma fram nafn og kennitala aðila, auk upplýsinga um ofangreint, eftir því sem við á.

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að velja fleiri en einn verktaka. Nánari upplýsingar gefur Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri í síma 452 4661.

Heimild: Huni.is