Home Fréttir Í fréttum Styttist í að framkvæmdir við nýjar þjónustuíbúðir hefjist í Vestmannaeyjum

Styttist í að framkvæmdir við nýjar þjónustuíbúðir hefjist í Vestmannaeyjum

350
0
Tölvugerð mynd af útliti hússins. Mynd: Eyjar.net

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri kynnti stöðuna í húsnæðismálum fatlaðs fólks á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs.

<>

Í bókun ráðsins segir að ráðið fagni því að nú styttist í að framkvæmdir við nýjar þjónustuíbúðir fari að hefjast.

Ráðið fagnar því einnig að með tilkomu nýs þjónustukjarna fjölgi íbúðum þess ásamt því að almennum íbúðum fyrir fatlaða og öryrkja muni fjölga.

Jón segir í samtali við Eyjar.net að hann hafi farið yfir með nýju fólki í ráðinu framkvæmdirnar í Ísfélagshúsinu þ.e. nýju þjónustuíbúðirnar og upplýsa þau um fjölgun leiguíbúða fyrir fatlaða og öryrkja.

„Nýju þjónustuíbúðirnar á Strandvegi 26 verða sjö í stað þeirra fimm sem eru nú á Vestmannabraut 58.

Þjónustuíbúðirnar á Vestmannabrautinni leggjast af í þeirri mynd sem er í dag og verða í staðin leiguíbúðir fyrir öryrkja og fatlaða.

Öryrkjabandalagið á húsnæðið og hugmynd hefur verið að bæta janvel við sjöttu leiguíbúðinni við þar.

Samtals verða þetta því 12 – 13 íbúðir. Að auki verða þrjár félagslegar leiguíbúðir til viðbótar á Strandveginum sem eyrnarmerktar eru fötluðum.

Íbúðir fyrir fatlaða verða því samtals um 15 – 16 íbúðir auk þess sem það verður skammtímavistunarherbergi í þjónustukjarnanaum á Strandvegi 26.” segir Jón

Hann segir að þessi fjölgun íbúða kalli á endurskoðun á stoðþjónustu þ.e. heimaþjónustu fyrir fatlað fólk í búsetu. „Í dag eru um 47 fatlaðir fullorðnir einstaklingar í þjónustu hjá Vestmannaeyjabæ.

Tólf þeirra eru í eignaríbúðum, tuttugu heima hjá aðstandendum og aðrir í leiguíbúðum eða stofnunum.

Vestmannaeyjabær hefur gert mat á öllum þjónustuþegum um hvers konar búsetuþörf þeir hafa og kemur í ljós að flestir geta búið í sjálfstæðri búsetu með mis mikið eftirlit og þjónustuþörf. Þjónustuíbúðirnar á Strandvegi 26 mætir þeim sem þurfa stöðugt eftirlit.”

Heimild: Eyjar.net