Home Fréttir Í fréttum 26.03.2019 Endurnýjun Veitukerfa Reykjanesbraut – Rafstöðvarvegur

26.03.2019 Endurnýjun Veitukerfa Reykjanesbraut – Rafstöðvarvegur

395
0

Veitur ohf., kt. 501213-1870 Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.
Umhverfis og Skipulagssvið Reykjavíkurborg Borgartún 1, 105 Reykjavík.
Gagnaveita Reykjavíkur ehf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.
Míla ehf., Suðulandsbraut 1, 104 Reykjavík.

<>

Hér eftir nefndir verkkaupar óska eftir tilboðum í verkið

VEV-2019-06 Endurnýjun Veitukerfa Reykjanesbraut – Rafstöðvarvegur. í samræmi við útboðsgögn þessi.

Verkið er fólgið í því að leggja lagnir frá Rafstöðvarvegi, í gegnum Elliðaárdalinn og vestur fyrir Reykjanesbraut. Um er að ræða fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, raflagnir ásamt fjarskiptalögnum Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu.

Einnig er um að ræða endurnýjun á Rafstöðvarvegi frá innkeyrslu heim að félagsheimili OR að botnlagna heim að Rafstöðvarvegi 17-33, u.þ.b. 400 m vegkafli.

Þvera þarf Elliðaárdalinn og leggja lagnir undir vestur og austurkvísl Elliðaáa og einnig þarf að þvera Reykjanesbraut.