Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð Hólavegar í Eyjafjarðarsveit, skammt norðan Hrísa að Grænuhlíð, samtals 2,9 km.
Helstu magntölur eru:
– Fylling 15,830 m3
– Fláafleygar 7,130 m3
– Ræsalögn 171 m
– Efnisvinnsla 0/22 mm 3,330 m3
– Neðra burðarlag 14,170 m3
– Efra burðarlag 3,330 m3
– Tvöföld klæðing 19,560 m2
– Frágangur fláa 29,090 m2
– Skurðgröftur 2,130 m
1. áfangi: Ljúka skal öllum verkþáttum nema lokafrágangi fláa, útlögn efra burðarlags og útlögn klæðingar fyrir 1. desember 2015.
2. áfangi: Árið 2016 skal vinna við lokafrágang fláa, afréttingu og frágang neðra burðarlags, útlögn efra burðarlags og klæðingar.
Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2016.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðarinni Miðhúsavegi 1 á Akureyri og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 1. júní 2015. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 16. júní 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.