Home Fréttir Í fréttum 21.03.2018 Kröflulína 3 – Jarðvinna vegslóð og undirstöður: JÖKULSÁ Á DAL –...

21.03.2018 Kröflulína 3 – Jarðvinna vegslóð og undirstöður: JÖKULSÁ Á DAL – FLJÓTSDALUR

331
0
Mynd: Landsnet

Landsnet óskar eftir tilboðum í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður nýrrar Kröflulínu 3 eins og lýst er í útboðsgögnum KR3-03.
Kröflulína 3 verður um 121 km og gert er ráð fyrir 329 möstrum á leiðinni.

<>

Framkvæmdasvæðinu er skipt niður í þrjú aðskilin útboð. Verkin fela í sér gerð vegslóðar með línunni, gerð hliðarslóða og vinnuplana við möstur, jarðvinnu og niðurlögn forsteyptra undirstaða og stagfesta, borun og niðursteypa á bergboltum og gerð staðsteyptra undirstaða.

Þessi hluti útboðsins er frá Jökulsá á Dal að Fljótsdal.

Verkinu skal að fullu lokið 31. október 2019.

Helstu upplýsingar:
Lengd línukafla: 23,3 km
Fjöldi mastra: 67 stk
Ný vegslóð og hliðarslóðir: 23 km
Lagfæring eldri slóða: 3 km
Laus og fastur gröftur: 7.500 m3
Jarðbindiborði: 13 km
Flutningur og niðurlögn forsteyptra eininga: 166 stk
Bora fyrir og steypa niður bergbolta: 237 stk
Staðsteyptar undirstöður: 7 stk (150 m3)

Nánari upplýsingar er finna í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á útboðsvef Landsnets.
Tilboðum skal skila fyrir þann 21. mars 2019, kl. 11:00 í gegnum útboðsvef Landsnets.