Home Fréttir Í fréttum Nýja fimleikahúsið á Akranesi rís hægt og bítandi upp úr klöppinni

Nýja fimleikahúsið á Akranesi rís hægt og bítandi upp úr klöppinni

212
0
Mynd: Skagafrettir.is

Framkvæmdir við fimleikahúsið við Vesturgötu hafa gengið vel – og miklar breytingar má sjá á byggingarsvæðinu frá því að framkvæmdir hófust.

<>

Tæknikjallari og sökklar fyrir húsið eru í smíðum þessa dagana. Þegar því verður lokið verður hafist handa við að steypa gólfplötuna og útveggi.

Mikil vinna hefur farið í að brjóta upp klappir sem eru á mörgum stöðum á byggingarreitnum.

Næsta sumar verður mest um að vera á byggingarsvæðinu. Íþróttahúsinu við Vesturgötu mun loka að hluta til eða að öllu leyti á meðan nýir búningsklefara verða byggðir fyrir íþrótta – og fimleikahúsið.

Heimild: Skagafrettir.is