Home Fréttir Í fréttum Hálfur milljarður króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Hálfur milljarður króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra

178
0

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 495 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til uppbyggingar í öldrunarþjónustu.

<>

Hæstu framlögin renna til endurgerðar hjúkrunarrýma á gamla Sólvangi í Hafnarfirði og til uppbyggingar þjónustumiðstöðvar við Sléttuveg í Reykjavík.

Til breytinga á Sólvangi er úthlutað 240 milljónum króna og 180 milljónir króna til Hrafnistu í Reykjavík.

Aðrar úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra að þessu sinni renna til smærri viðhaldsverkefna á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið. Ekkert fer til verkefna á Vestfjörðum.

Heimild: BB.is