Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við nýja slökkvistöð í Reykjanesbæ eru komnar á fullt

Framkvæmdir við nýja slökkvistöð í Reykjanesbæ eru komnar á fullt

274
0
Ný slökkvistöð í Reykjanesbæ Mynd: Ístak

Í nóvember 2018 hóf Ístak undirbúning við byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Reykjanesbæ en samningurinn var undirritaður um miðjan október.

<>

Verkkaupi er Brunavarnir Suðurnesja og kemur nýja slökkvistöðin til með að leysa þá gömlu af hólmi en nokkuð lengi hefur verið beðið eftir henni.

Slökkvistöðin er staðsett við Reykjanesbrautina og kemur til með að þjónusta Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Vogum ásamt mannvirkjum við Leifstöð.

Aðalhönnuðir hússins er Glóra en verkfræðihönnun er í höndum Lotu sem sér um burðarþols -og lagnahönnun.

Slökkvistöðin verður tvískipt bygging og um 2.300 m2 að flatarmáli.

Annarsvegar er skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum sem kemur einnig til með að hýsa stjórnstöð fyrir almannavarnir og hinsvegar bílasalur með þvottaaðstöðu og verkstæði.

Úthringur byggingarinnar verða forsteyptar samlokueiningar og í skrifstofuhlutanum verða milliplata og þak úr forsteyptum filigran-plötum.

Burðarvirkið í þaki bílasalar verður 22m langir límtrésbitar sem verða klæddir af með yleiningum.

Jarðvegsskipti á byggingareit eru vel á veg komin og í síðastliðinni viku voru fyrstu sökklar í skrifstofubyggingunni steyptir.

Heimild: Ístak.is