Home Fréttir Í fréttum Kynna nýtt skipu­lag Héðins­reits

Kynna nýtt skipu­lag Héðins­reits

540
0
Hugs­an­leg götu­mynd framtíðar­inn­ar við Ánanaust, verði deili­skipu­lagstil­lag­an að veru­leika í óbreyttri mynd. Teikn­ing/​Teikn arki­tektaþjón­usta & Jvantspijker

Allt að 330 íbúðir og 230 hót­el­her­bergi eða hótel­íbúðir verða á svo­kölluðum Héðins­reit í miðborg Reykja­vík­ur, sam­kvæmt nýrri deili­skipu­lagstil­lögu sem er á leið í kynn­ingu.

<>

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur samþykkti að aug­lýsa skipu­lagið á fundi sín­um í síðustu viku.

Héðins­reit­ur er kennd­ur við Héðins­hús, sem stend­ur við Selja­veg 2 og hýs­ir í dag meðal ann­ars Reykja­víkurapó­tek, en var byggt á ár­un­um 1941-1943 und­ir Vélsmiðjuna Héðin.

Lóðin Vest­ur­gata 64 er einnig á Héðins­reit, en þess­ar tvær lóðir eru nú skipu­lagðar sam­an og hafa arki­tekta­stof­urn­ar Jvantspijker í Hollandi og Teikn arki­tektaþjón­usta unnið að nýju deili­skipu­lagi í sam­ein­ingu und­an­far­in tvö ár.

FGild­andi deili­skipu­lag á reitn­um er frá 2007.

Héðins­reit­ur er á ein­um eft­ir­sótt­asta bygg­ing­arstað lands­ins og hef­ur að miklu leyti staðið auður í lengri tíma. Mynd: mbl.is/​Styrm­ir Kári
Gert er ráð fyr­ir allt að 330 íbúðum og 230 hót­el­her­bergj­um á Héðins­reit, auk versl­un­ar og þjón­ustu á jarðhæðum, sam­kvæmt nýrri deili­skipu­lagstil­lögu. Teikn­ing/​Teikn arki­tektaþjón­usta & Jvantspijke

Arki­tekt­ar Teikn starfa fyr­ir fé­lög­in Selja­veg og S2 Norður, sem eiga lóðina að Selja­vegi 2, en Jvantspijker fyr­ir fast­eignaþró­un­ar­fé­lagið Festi og Mann­verk, sem eiga Vest­ur­götu 64.

Við Selja­veg 2 verður hót­el Center Hotel, auk um 100 íbúða, en um 230 íbúðir á lóð Vest­ur­götu 64.

Ítar­lega var fjallað um áform Fest­ar á þeirri lóð í Morg­un­blaðinu í lok nóv­em­ber sl.

Sam­kvæmt deili­skipu­lagstil­lög­unni verða bak­hús við Selja­veg 2 rif­in og þétt rand­byggð byggð á öll­um reitn­um, stór­gerðari hús niðri við Ánanaust en skali bygg­ing­anna verður öllu minni við Selja­veg og Vest­ur­götu.

Inn­g­arðar reits­ins verða öll­um opn­ir, sam­kvæmt deili­skipu­lagstil­lög­unni sem brátt fer í form­lega kynn­ingu. Teikn­ing/​Teikn arki­tektaþjón­usta & Jvantspijker
Svona sjá arki­tekt­ar fyr­ir sér að Mýr­ar­gat­an gæti litið út. Héðins­hús við Selja­veg er við enda hús­araðar­inn­ar. Teikn­ing/​Teikn arki­tektaþjón­usta & Jvantspijker

Inn­g­arðar hugsaðir sem al­menn­ings­reit­ir
Þrír inn­g­arðar verða á reitn­um sam­kvæmt skipu­lag­inu og verða þeir opn­ir al­menn­ingi, en áætlað er að þrjár göngu­leiðir gangi í gegn­um reit­inn.

Sér­stak­lega var tekið fram í bók­un meiri­hluta borg­ar­ráðs síðasta fimmtu­dag að þarna væri verið að gera „nýja al­menn­ings­garða á besta stað í Reykja­vík“.

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, hafði þó efa­semd­ir um inn­g­arðana hvað birtu­magn varðar, en fram kom í bók­un henn­ar frá fund­in­um að hún hefði áhyggj­ur af því að skugga­svæðin í þess­um görðum verði slík að erfitt verði fyr­ir plönt­ur og gróður að þríf­ast.

Hér sjást göngu­leiðirn­ar sem gert er ráð fyr­ir í gegn­um reit­inn. Inn­g­arðarn­ir eiga að verða öll­um opn­ir og einnig með aðgengi fyr­ir viðbragðsaðila á borð við slökkvilið. Teikn­ing/​​Teikn arki­tektaþjón­usta & Jvantspijker

Teikn­ing/​Teikn arki­tektaþjón­usta & Jvantspijker

Þjón­usta á jarðhæðum
Bíla­stæðakjall­ari er fyr­ir­hugaður und­ir stór­um hluta lóðar­inn­ar, með á fjórða hundrað bíla­stæðum, en í til­lög­unni kem­ur fram að gert sé ráð fyr­ir sam­eig­in­legri aðkomu beggja lóða að þess­um bíla­stæðakjall­ara við Vest­ur­götu.

Áætlað er að þessi neðanj­arðarstæði verði í ein­hverri sam­nýt­ingu íbúa á reitn­um og þeirra sem koma þangað keyr­andi til þess að sækja þjón­ustu, sem verður víða á jarðhæðum hús­anna, sam­kvæmt skipu­lagstil­lög­unni.

Til­lag­an verður sem áður seg­ir tek­in til form­legr­ar kynn­ing­ar á næst­unni, en þá hafa hags­munaaðilar og aðrir sex vik­ur til þess að koma með ábend­ing­ar og at­huga­semd­ir.

Heimild: Mbl.is