Home Fréttir Í fréttum Nýtt íþróttahús á Ísafirði í undirbúningi

Nýtt íþróttahús á Ísafirði í undirbúningi

210
0
Mynd: BB.is

Núverandi bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt framkvæmdaáætlun fyrir næstu 4 ár og þar er nýtt yfirbyggt fjölnota knattspyrnuhús helsta framkvæmdin á tímabilinu.

<>

Kostnaður er áætlaður um 540 milljónir króna og á að hefja framkvæmdir þegar á þessu ári og ljúka þeim 2021.

Skipuð hefur verið nefnd um byggingu hússins og sitja í henni Kristján Þór Kristjánsson (B), Sif Huld Albertsdóttir (D) og Sigurður Jón Hreinsson (Í).

Nefndinni er ætlað að gera tillögu um hús og staðsetningu þess. Líklegt er að nefndin skili tillögum sínum fyrir lok febrúar samkvæmt heimildum bb.is.

Nefndin hefur þegar haldið fimm fundi og er að afla upplýsinga. Á síðasta fundi nefndarinnar sem haldinn var fyrir jól var ákveðið að fá svokallaða LCC greiningu fyrir óeinangrað og einangrað hús og miða við annars 5 gráðu upphitun og hins vegar 10 gráðu upphitun.

Einangrað hús kostar meira en á móti er væntanlega minni rekstrarkostnaður við það og ætlunin er að meta þennan mun yfir líftíma hússins.

Heimild:BB.is