Home Fréttir Í fréttum Styttist í verklok á Sementsreitnum á Akranesi

Styttist í verklok á Sementsreitnum á Akranesi

259
0
Þessi mynd var tekin í lok desember 2018. Lokafrágangur stóð þá yfir og búið er að slétta svæðið þar sem byggingarnar sem voru rifnar stóðu áður. Myndir: Skagafrettir.is

Það styttist í að verktakinn Work North ehf. ljúki við niðurrif bygginga á Sementsreitnum.

<>

Sementsstrompurinn stendur einn eftir og lokafrágangur stendur yfir á svæðinu þar sem að margar byggingar stóðu áður.

Work North ehf. mun sjá um að fella sementsstrompinn og verður það gert á næstunni.

Ekki er búið að bjóða út 2. hluta verkefnsins við niðurrif á sementsreitnum.

Rífa á niður veggina sem umlykja svæðið þar sem að skeljasandur hefur verið geymdur frá því að framleiðsla á sementi hófst á sínum tíma á Akranesi.

Heimild: Skagafrettir.is