Home Fréttir Í fréttum Laugardalshöllin úr sér gengin

Laugardalshöllin úr sér gengin

190
0
mynd: vb.is/Haraldur Guðjónsson

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta segir aðstöðuleysi landsliðsins vera til háborinnar skammar.

<>

Töluverð umræða hefur verið uppi á árinu a um aðstöðuleysi handboltalandsliðsins auk þess sem Laugardalshöll er á undanþágu sem keppnisvöllur.

Spurður hvernig þessi staða blasi við Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara karla í handbotla segir hann:

„Aðstöðuleysi landsliðsins er til háborinnar skammar. Við erum landslið íslensku þjóðarinnar og þurfum að búa við það að vera á eins konar vergangi hvað varðar aðstöðu til æfinga. Við höfum engan fastan samastað fyrir æfingar og þurfum sífellt að snapa æfingar hjá hinum ýmsu félögum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Laugardalshöllin sjálf er síðan sérkapítuli, hún er úr sér gengin og á undanþágu sem keppnishöll fyrir landsleiki.

Öryggissvæði fyrir utan keppnisvöllinn eru allt of lítil og aðstaða fyrir blaðamenn og gesti er ekki eins og gera má kröfu til.

Ég vona að stjórnmálamenn, ríkisvaldið og Reykjavíkurborg láti nú hendur standa fram úr ermum og geri eitthvað í málinu og byggi nýja þjóðarhöll. Sú höll myndi einnig nýtast körfuboltalandsliðinu og fleiri landsliðum.“

Heimild: Vb.is