Home Fréttir Í fréttum Viktor nýr framkvæmdastjóri Kraftvélaleigunnar

Viktor nýr framkvæmdastjóri Kraftvélaleigunnar

490
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson /vb.is

Viktor Karl Ævarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kraftvélaleigunnar og hóf störf 1. nóvember síðastliðinn.

<>

Viktor Karl er einnig framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kraftvéla.Kraftvélaleigan er systurfyrirtæki Kraftvéla og sérhæfir sig í útleigu atvinnutækja af öllum stærðum og gerðum.

Á undanförnum árum hefur færst í vöxt áhugi fyrirtækja á að leigja tækin frekar en að kaupa þau, sérstaklega þegar um sé að ræða afmörkuð verkefni í lengri eða skemmri tíma.

Mikill vöxtur hefur átt sér stað í Kraftvélaleigunni á síðustu tveimur árum og í dag eru rétt tæplega 70 tæki í Kraftvélaleigunni og fyrirsjáanleg aukning fram undan.

„Kostir leigu eru margvíslegir, leigutaki gerir samning um tæki sem hentar sínum rekstri og borgar fyrir það ákveðna upphæð á mánuði.

Innifalið í leigugjaldinu er ekki bara afnot af tækinu heldur líka öll þjónusta tækisins. Leigutaki getur því auðveldlega reiknað dæmið til enda og á ekki von á neinum óvæntum útgjöldum af rekstri tækisins.

Einnig er mögulegt að leigja tækin með forkaupsrétti þar sem hluti leiguverðs gengur upp í kaupin á tækinu,” segir Viktor.

Kraftvélaleigan býður upp á breitt úrval tækja til leigu: vinnuvélar, lyftara, vöruhúsatæki, rafmagnstjakka í sendibíla, byggingarkrana, Iveco atvinnubíla, dráttarvélar og liðstýrðar smávélar svo fátt eitt sé nefnt.

Nýjustu tækin í leiguna eru þrjár Komatsu HM400 námubifreiðar leigðar til Ístak fyrir endurbætur í Landeyjahöfn og Sandvik DX800 borvagn leigður til ÍAV við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut.

Heimild: Vb.is