Home Fréttir Í fréttum Krefja Stillingu um tæpar 50 milljónir króna

Krefja Stillingu um tæpar 50 milljónir króna

361
0
Varahlutalager Stillingar. Mynd: Fréttablaðið/Heiða

Verktakafyrirtæki hefur stefnt varahlutafyrirtækinu Stillingu til greiðslu á tæplega 50 milljónum króna ásamt dráttarvöxtum vegna uppsetningu á stálgrindarviðbyggingu við starfsstöð Stillingar að Kletthálsi.

<>

Málið var höfðað af Fashion Group sem er verktakafyrirtæki sem framleiðir, hannar og setur upp stálgrindarhús.

Samkvæmt kærunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, fól samningur fyrirtækjanna í sér að Fashion Group setti upp viðbygginguna en Stilling leggði tilbúinn steyptan grunn.

Voru málavextirnir samkvæmt kærunni þeir að verkið tafðist vegna þess að steypuvinnu við grunn var ekki lokið á tilsettum tíma. Það hefði útheimt aukakostnað.

Fashion Group segist hafa gefið út reikning eftir verklok en greiðslu hafi verið synjað af hálfu Stillingar sem taldi að verkið hefði ekki verið klárað. Fashion Group segir að Stilling geti hins vegar ekki bent á neitt sem stendur út af í byggingunni.

Hún sé „fullkláruð“ og tafir séu „alfarið á ábyrgð“ Stillingar.

Heimild: Frettabladid.is