Home Fréttir Í fréttum Valt og endaði á vegriði

Valt og endaði á vegriði

487
0
Flutn­inga­bíll­inn endaði á hliðinni. Mynd: Mbl.is/​Jón­as Er­lends­son

Eng­an sakaði þegar malar­flutn­inga­bíll endaði á hliðinni í Gatna­brún, rétt vest­an við Vík í Mýr­dal, um kl. 12:30 í dag. Nokkr­ar taf­ir urðu á um­ferð á með viðbragðsaðilar voru að at­hafa sig og rétta bíl­inn af.

<>

Ívar Páll Bjart­mars­son, slökkviliðsstjóri í Vík, er á staðnum og var að opna veg­inn aft­ur fyr­ir um­ferð nú rétt fyr­ir kl. 14.

„Við erum að opna veg­inn núna í þess­um töluðum orðum,“ seg­ir hann. „Það urðu bara smá taf­ir rétt á meðan við sett­um hann á hjól­in.“

Lögregla og slökkvilið fór á vettvang.
Lög­regla og slökkvilið fór á vett­vang. Mynd: Mbl.is/​Jón­as Er­lends­son

Aðspurður seg­ist Ívar ekki vita hvað gerðist. Aðstæður hafi verið góðar og veðrið prýðilegt.

„Hann var full lestaður og lagðist hérna út í vegrið.“ Það hafi orðið til þess að bif­reiðin fór ekki út af veg­in­um.

Ökumaður­inn var einn og ferð og hann var al­veg ómeidd­ur að sögn Ívars. Hann var að aka aust­ur til Vík­ur þegar bíll­inn valt í neðstu beygj­unni við Gatna­brún.

Heimild: Mbl.is