Home Fréttir Í fréttum Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin

Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin

105
0
Mynd: Vísir/Pjetur

Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, en heyra mátti viðtal við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar.

<>

Tortryggni gætir í garð hugmynda um veggjöld og fólk óttast af fenginni reynslu af slíkum sérsköttum að peningarnir verði teknir í annað þar sem þeir hafa nær undantekningarlaust orðið svokölluðum bandormi að bráð. En hvað segir Jón Gunnarsson um það?

Jón Gunnarsson er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Mynd/Vísir.

„Það er hugmyndin að þetta verði í sérfélagi. Þetta eru ekki greiðslur sem fara inn í ríkissjóð,“ svarar Jón og segir félagið að því leyti verða með svipuðu sniði og Spölur.

„Og við sjáum þá fyrir okkur að þetta félag hefur ekkert annað verkefni heldur en að taka lán til að þess að fara í tilgreindar framkvæmdir. Og síðan að innheimta til að greiða upp lánin. Og þegar því er lokið þá verður innheimtunni hætt.“

En er þetta ekki í raun hrein skattahækkun á almenning?

„Þetta er klárlega, hvernig sem á það er litið, viðbótargjaldtaka,“ svarar Jón en telur hana réttlætanlega vegna þess ávinnings sem af henni hlýst.

Heimild: Visir.is