Home Fréttir Í fréttum Gera þarf ít­ar­legri kröf­ur um áhrif bygg­inga á vind

Gera þarf ít­ar­legri kröf­ur um áhrif bygg­inga á vind

236
0
Bygg­ing­ar geta haft mik­il áhrif á vindafar þar sem gang­andi veg­far­end­ur eiga leið um. Huga þarf að þess­um áhrif­um við hönn­un. Mynd: mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Gera þarf ít­ar­legri kröf­ur um áhrif bygg­inga á vind hér á landi, einnig vant­ar frek­ari eft­ir­fylgni með nú­ver­andi kröf­um, að mati Harðar Páls Stein­ars­son­ar verk­fræðings.

<>

„Það er til­tölu­lega auðvelt og hag­kvæmt að skoða áhrif bygg­inga og skipu­lag hverfa á staðbundið veðurfar með tölvu­líkön­um.

Það þarf helst skýr­ari stefnu og ít­ar­legri kröf­ur um hvaða gögn­um þurfi að skila til yf­ir­valda, hvaða mark­mið þurfi að upp­fylla og hafa þarf eft­ir­lit með að mark­miðunum sé náð,“ seg­ir Hörður í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann hef­ur starfað í Bretlandi und­an­far­in tvö og hálft ár við vind­grein­ing­ar á bygg­ing­um. Þá eru skoðuð áhrif sem sam­spil vinds og bygg­inga get­ur haft fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur.

Til að greina áhrif­in er aðallega notuð CFD (Computati­onal Fluid Dynamics) tölvu­hermun eða próf­an­ir í vind­göng­um.

Heimild: Mbl.is