Home Fréttir Í fréttum Nýtt pósthús opnað á Selfossi

Nýtt pósthús opnað á Selfossi

187
0
Elín Höskuldsdóttir, forstöðumaður Íslandspósts á Selfossi færði Sigurgeiri Snorra blómvönd klukkan níu í morgun því hann var fyrsti viðskiptavinur nýja pósthússins. Mynd: Magnús Hlynur

Íslandspóstur opnaði nýtt pósthús á Selfossi í morgun við Larsenstræti 1. Fyrsti viðskiptavinurinn, Sigurgeir Snorri Gunnarsson sem býr í Hveragerði var leystur út með blómvendi.

<>

Nýja pósthúsið er á einni hæð og stærð þess er rúmir 650 fermetrar.

Verktakafyrirtækið Vörðufell á Selfossi sá um byggingu hússins sem kostaði tæplega þrjú hundruð milljónir króna.

Húsið var byggt á einu ári.

Hjá Íslandspósti á Selfossi starfa fjörutíu og þrír starfsmenn með öllum póstafgreiðslum í Árnessýslu.

Bylting er á aðstöðu starfsmanna Íslandspósts með nýja húsinu en fyrra húsnæði var mjög þröngt og óhentugt fyrir starfsemina.Magnús Hlynur

Viðskiptavinum pósthússins verður boðið upp á kaffi og veitingar í dag en formlega vígsla fer fram kl. 17:00 að viðstöddum Sigurður Inga Jóhannssyni, ráðherra og Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Íslandspósts svo einhverjir séu nefndir.

Gestum og gangandi er boðið að koma og skoða nýja pósthúsið á Selfossi í dag og þiggja veitingar. Magnús Hlynur

Heimild: Visir.is