Home Fréttir Í fréttum Kaþólska kirkjan byggir á Selfossi

Kaþólska kirkjan byggir á Selfossi

205
0
Mynd: Sveitarfélagið Árborg.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur veitt Kaþólsku kirkjunni á Íslandi vilyrði fyrir lóð í Urðarmóa á Selfossi. Ráðið hefur falið skipulags- og byggingarnefnd að vinna deiliskipulag fyrir reitinn og afmarka þar lóð undir kirkjubyggingu og safnaðarheimili.

<>

Kaþólska kirkjan stefnir að hefja framkvæmdir næsta vor svo hægt verði að reisa kirkjuna á árunum 2019 til 2020. Byrjað verður á kirkjunni og í kjölfarið safnaðarheimili við kirkjuna. Ósk kirkjunnar er að hægt verði að halda heilaga messur í kirkjunni seint haustið 2019 eða í ársbyrjun 2020.

Í umsókn kirkjunnar um lóðina kemur fram að verkið sé fullfjármagnað, meðal annars með fjárhagslegri aðstoð frá Bonifatiuswerk í Þýskalandi og öðrum framlögum, ásamt peningum frá kirkjunni sjálfri á Íslandi.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um stærð kirkjunnar eða safnaðarheimilisins enda er frumhönnun að fara af stað.

Heimild: Visir.is