Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að líkkista og beinagrind fundust undir Landssímahúsinu í gær.
Stöðvunin gildir þangað til Minjastofnun hefur haft tækifæri til að kynna sér aðstæður á svæðinu og ákveða hvort svæðið verður friðlýst eða hvort stofnunin veitir heimild til frekari rannsókna á svæðinu.
Friðlýsingin ekki enn á borði ráðherra
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir í samtali við mbl.is að líkkistan og beinagrindin hafi fundist í kirkjugarðinum sem er þarna á svæðinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir þarna síðan þær hófust fyrr á árinu. Tölvupóstur var sendur á framkvæmdaraðila vegna þessa.
Rannsókn á Landssímareit ekki lokið
Hún bætir við að fornleifafræðingar muni rannsaka fundinn. Aðspurð segir hún ekki vita hvenær framkvæmdir gætu hafist að nýju.
Heimild: Mbl.is