Home Fréttir Í fréttum Viðbygging við Grunnskóla Húnaþings vestra

Viðbygging við Grunnskóla Húnaþings vestra

207
0
Mynd: Húnaþing vestra,

Byggingarnefnd hefur unnið með tillögu VA arkitekta sem valin var eftir samanburðartillögukeppni um viðbyggingu við Grunnskóla Húnaþings vestra sem jafnframt myndi hýsa Tónlistarskóla Húnaþings vestra.

<>

Fundað hefur verið reglulega síðan í sumar og unnið með áskoranir sem snúa að rýmisþörf tónlistarskólans og legu viðbyggingar á lóð skólans, ásamt fjölmörgum öðrum þáttum sem snúa að undirbúningi og hönnun viðbyggingar.

Í framhaldi af þessari greiningarvinnu þarf að halda áfram að vinna útfærslu byggingarinnar og vinna að lausnum til framtíðar, skilgreina þarf rýmisþörf tónlistarskóla betur og gæta að góðu aðgengi milli skóla og íþróttamiðstöðvar.

Nýlega var fundað með VA arkitektum og þessum áskorunum lýst.

VA arkitektar eru áhugasamir að vinna áfram að breytingum á tillögunni í ljósi þessara áskorana, enda sé mikilvægt að vanda til alls undirbúnings í svona stórri framkvæmd.

Bygginganefnd mun á komandi vikum vinna að lausnum og nánari útfærslu viðbyggingarinnar.

Fyrstu tillögu má sjá á heimasíðu VA arkitekta.

Samkeppnir

Heimild: Húnaþing.is