Home Fréttir Í fréttum Dekkið þeyttist marga metra og ljósin slokknuðu á Suðurlandi

Dekkið þeyttist marga metra og ljósin slokknuðu á Suðurlandi

236
0
Línan skemmdist er bíllinn hafnaði á henni. Á myndinni má auk þess sjá að eitt dekk bifreiðarinnar þeyttist af henni. Mynd: Vísir/Magnús Hlynur

Rafmagnslaust varð á Selfossi, Flóa, hluta Skeiða og í Ölfusi skömmu fyrir klukkan 18 í dag eftir að vörubíll ók upp í háspennulínu Landsnets við Selfoss.

<>

Bílstjórinn var einn í bílnum en hann sakaði ekki, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Rafmagn fór af klukkan 17:44 og kom inn aftur klukkan 18:07 á Selfossi og nágrenni.

Þá var rafmagni komið aftur á í Ölfusi klukkan 18:57, samkvæmt tilkynningu á vef RARIK. Ekki er talið að meiri truflanir verði vegna þessa.

Línan skemmdist við áreksturinn og þá brotnaði einnig staur í línu RARIK milli Selfoss og Hveragerðis.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð töluverð sprenging er bílnum var ekið á línuna. Við það þeyttist eitt dekk bifreiðarinnar marga metra og hafnaði utan vegar.

Dekkið þeyttist upp í loft við áreksturinn. Vísir/Magnús Hlynur

Heimild: Visir.is