Home Fréttir Í fréttum Grafið var í stofnlögn kalds vatns við Háskóla Íslands

Grafið var í stofnlögn kalds vatns við Háskóla Íslands

189
0

Við framkvæmdir verktaka gerðist það óhapp að grafið var í stofnlögn kalds vatns við Tanngarð, hús tannlæknadeildar Háskóla Íslands, um klukkan 13:00 í dag.

<>

Um er að ræða stóra lögn sem fæðir Vesturbæ Reykjavíkur.

Mikið vatn flæddi úr lögninni og hefur það valdið þrýstingslækkun í dreifikerfi kalda vatnsins í vestari hluta borgarinnar. Tilkynningar hafa borist um vatnsleysi á þessu svæði.

Búið er að stöðva lekann og unnið er að því að ná þrýstingi í eðlilegt horf.

Heimild: Visir.is