Home Fréttir Í fréttum Óskað eftir tilboðum í verkframkvæmdir vegna Stapaskóla

Óskað eftir tilboðum í verkframkvæmdir vegna Stapaskóla

398
0
Mynd: Vf.is / Arkís arkitakar

Ríkiskaup, fyrir hönd Reykjanesbæjar, hefur óskað eftir tilboðum í verkframkvæmdir vegna Stapaskóla, nýs grunnskóla í Reykjanesbæ við Dalsbraut 11-13.

<>

Heildarstærð 1. áfanga grunnskólans er brúttó um 7.700 m². Skólinn er á tveimur  hæðum auk tæknikjallara og tæknirýmis sem telst til 3. hæðar.  Verkinu skal skilað 15.júní 2020.

Eins og kunnugt er var ákvörðun bæjarráðs Reykjanesbæjar um að hafna öllum tilboðum í fyrsta áfanga kærð fyrr á þessu ári. Tilboðin voru öll vel yfir kostnaðaráætlun. Ferli við útboð hófst að nýju þegar niðurstaða kæru lá fyrir nú í sumar.

Heimild: Vf.is