Home Fréttir Í fréttum Nýja sjúkrahótelið líklega í notkun um áramót

Nýja sjúkrahótelið líklega í notkun um áramót

115
0
Boðað var til verklokaúttektar á nýja Sjúkrahóteli Landspítalans síðasta föstudag. Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segist eiga von á að hótelið verði tekið notkun um áramót.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, segir það stóran áfanga að boða til verklokaúttektar og býst við því að hún verði gerð eftir tíu daga. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að verktakinn, eins og hefur komið fram, sé á lokastigum og tilbúinn í verklokaúttekt,“ segir Gunnar.

<>

Lokauppgjör getur tekið nokkrar vikur

Eftir að úttektinni lýkur er hægt að fara í lokauppgjör, sem gæti tekið nokkrar vikur. „Lokauppgjörið tekur alltaf nokkurn tíma og í okkar tilfelli að þá hefur verið, eins og hefur komið fram, ágreiningur um tímalínuna í verkinu. Og ég geri ráð fyrir því að, eins og við erum nú þegar byrjaðir á, setjast yfir það og reyna að jafna þann ágreining,“ segir Gunnar.

Býstu við að það eigi eftir að ganga vel?

„Báðir aðilar hljóta að fara í samninga með jákvæðum huga eða þá vísa því til þriðja aðila svo sem í gerðardóm,“ segir Gunnar. Ágreininginn segir hann snúast um ábyrgð á töfunum en upphaflega stóð til að afhenda húsið vorið 2017 og taka það í notkun í lok sama árs.

RÚV greindi frá því í sumar að helsta ástæða tafa sé að steinklæðning hússins hafi verið tímafrekari í útfærslu og framleiðslu en gert hafði verið ráð fyrir. Gunnar segir verkhraðann einnig til umræðu.

Eftir að samkomulag næst um lokauppgjörið taka velferðarráðuneytið og Landspítalinn við húsinu. „Og þá hefst rekstur í húsinu og ég á von á því að hann hefjist um áramótin. Ég hef heyrt að velferðarráðuneytið og Landspítalinn stefni að því.“

Heimild: Ruv.is