Home Fréttir Í fréttum Vel gengur að reisa nýtt og fullkomið fiskvinnsluhús G. Run í Grundarfirði

Vel gengur að reisa nýtt og fullkomið fiskvinnsluhús G. Run í Grundarfirði

239
0
Mynd: Ístak.is

Fyrr á árinu hóf Ístak vinnu við nýtt og fullkomið fiskvinnsluhús G. Run í Grundarfirði. Framkvæmdir hafa gengið vel og stefnt er að því að vinnsla hefjist þar strax í byrjun nýs árs.

<>

Vinnsluhúsið verður búið fullkomnum tækjabúnaði til bolfiskvinnslu og eftir stækkunina verður hægt að vinna 75-80% meira magn en í núverandi húsnæði, en með svipuðum fjölda starfsfólks.

Ístak hefur séð alfarið um framkvæmdirnar með aðstoð ýmissa undirverktaka og hefur verkið gengið hratt og vel fyrir sig.

Eins og áður sagði er stefnt að því að hefja vinnslu í nýja húsinu strax í byrjun næsta árs og er allt útlit fyrir að það gangi eftir.

Heimild: Ístak.is