Home Fréttir Í fréttum Verkís hefur tekið að sér hönnun vegna stækkunar á Sola flugstöðinni í...

Verkís hefur tekið að sér hönnun vegna stækkunar á Sola flugstöðinni í Stavanger

85
0
Sola flugstöðin í Stavanger

Verkís hefur tekið að sér hönnun vegna stækkunar á Sola flugstöðinni í Stavanger í Noregi fyrir hönd Avinor.

<>

Verkefnið felur í sér stækkun á innritunarsal, komusal, breytingar á farangursflokkunarkerfinu ásamt ýmsum breytingum í núverandi flugstöð. Í heild verður stækkunin í kringum 5.000 m2 og er áætlaður kostnaður í kringum 500 milljónir NOK.

Hluti af framkvæmdunum er þegar hafinn og er stefnt að opnun á stækkuðum flugvelli 30. júní 2018. Flugvöllurinn mun þá geta annað allt að 6.000.000 farþegum árlega. Heildar kostnaður verkefnisins er 1,5 milljarður NOK.

Verkís hefur verið í fararbroddi í hönnun flugvalla hér á landi og komið að hönnun, eftirliti og ráðgjöf á flest öllum flugvöllum á Íslandi. Verkís vinnur einnig að stækkun Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Heimild: Verkís