Home Fréttir Í fréttum Bryggju­hverfið brátt full­byggt

Bryggju­hverfið brátt full­byggt

243
0
Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nú stytt­ist í að Bryggju­hverfið við Elliðaár­vog/​Grafar­vog verði full­byggt sam­kvæmt upp­haf­leg­um hug­mynd­um. Fyrstu íbúðar­hús­in risu fyr­ir 20 árum.

<>

Fyr­ir dyr­um stend­ur að stækka hverfið í vesturátt en hin nýja byggð mun rísa á at­hafna­svæði Björg­un­ar, að hluta til á land­fyll­ing­um. Í nýja hverf­inu verður í boði þjón­usta sem vantað hef­ur í hverfið til þessa, þ.e. skól­ar og versl­an­ir.

Í Bryggju­hverf­inu eru um það bil 600 íbúðir. Upp­bygg­ing hverf­is­ins er á loka­stigi þar sem nyrsta og síðasta húsið á vest­ur­hluta svæðis­ins er nú í bygg­ingu. Skráðir íbú­ar eru nú 1.100, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Jóns Hall­dórs Jónas­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa hjá Reykja­vík­ur­borg.

Ætla má, út frá þess­um töl­um, að fáar barna­fjöl­skyld­ur hafi sest að í hverf­inu, enda er þar eng­inn skóli. Þetta mun ef­laust breyt­ast þegar hverfið stækk­ar og þjón­usta við íbú­ana eykst.

Nýta ná­lægðina við hafið

Fram kem­ur á vef Björg­un­ar ehf. að up­p­úr 1990 hafi nýr kafli í sögu fyr­ir­tæk­is­ins haf­ist. Þá réðst það í stækk­un á lóð sinni við Sæv­ar­höfða og upp­bygg­ingu bryggju­hverf­is að er­lendri fyr­ir­mynd. Björg­un og Reykja­vík­ur­borg gerðu samn­ing um þessa upp­bygg­ingu árið 1992.

Hug­mynd­in var þróuð í sam­vinnu við Björn Ólafs arki­tekt í Par­ís og var upp­hafið að þátt­töku Björg­un­ar í landaþró­un­ar­verk­efn­um þar sem ná­lægðin við hafið var nýtt til afþrey­ing­ar og úti­vist­ar. Björg­un hef­ur síðan, stund­um í sam­vinnu við aðra, lagt fram fjölda hug­mynda að sam­bæri­leg­um verk­efn­um. Tvö þeirra, Sjá­land í Garðabæ og Bryggju­hverfi á norðan­verðu Kárs­nesi í Kópa­vogi, bæði unn­in í sam­vinnu við Bygg­inga­fé­lag Gylfa og Gunn­ars ehf., hafa orðið að veru­leika.

Fyrir miðri mynd má sjá síðasta húsið í byggingu. Vinstra ...
Fyr­ir miðri mynd má sjá síðasta húsið í bygg­ingu. Vinstra meg­in er at­hafna­svæði Björg­un­ar, þar sem næsti áfangi hverf­is­ins mun rísa. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Upp­haf­legt deili­skipu­lag fyr­ir Bryggju­hverfið er frá ár­inu 1997 og fyrstu hús­in risu árið 1998. Hverfið byggðist upp hægt og ró­lega. Árið 2009 var gerð gagn­ger breyt­ing á skipu­lagi vest­ur­hluta svæðis­ins. Sá hluti svæðis­ins hafði verið hugsaður til versl­un­ar- og þjón­ustu­nota en notk­un­ar­heim­ild var breytt í íbúðir ásamt því að fyr­ir­komu­lagi byggðar­inn­ar var breytt. Upp­bygg­ing í hverf­inu tók mik­inn kipp á allra síðustu árum. Þannig byggði ÞG-verk alls 280 nýj­ar íbúðir í hverf­inu.

Nú hill­ir und­ir að þessi hluti hverf­is­ins verði full­byggður.

Sam­kvæmt samn­ingi sem Reykja­vík­ur­borg og Björg­un gerðu í fyrra á fyr­ir­tækið að flytja starf­semi sína úr Sæv­ar­höfða í síðasta lagi í maí 2019.

Það var svo í des­em­ber 2017 að Reykja­vík­ur­borg gerði samn­ing við Faxa­flóa­hafn­ir um kaup á 76 þúsund fer­metra lóð í Sæv­ar­höfða við Elliðaár­vog fyr­ir 1.098 millj­ón­ir króna, þ.e. lóðina sem Björg­un hafði haft til af­nota. Kaup­in eru gerð að und­an­gengn­um samn­ing­um sem Faxa­flóa­hafn­ir gerðu við Björg­un ehf. um brott­flutn­ing og hreins­un svæðis­ins ásamt gerð hluta þeirr­ar land­fyll­ing­ar sem fyr­ir­huguð er. Hluti svæðis­ins verður með bygg­ing­ar­hæf­ar lóðir í upp­hafi en lengri tíma mun taka að gera lóðir bygg­ing­ar­hæf­ar á nýrri land­fyll­ingu.

Svona sjá arkitektar fyrir hvernig Bryggjuhverfið muni þróast. Græni hlutinn ...
Svona sjá arki­tekt­ar fyr­ir hvernig Bryggju­hverfið muni þró­ast. Græni hlut­inn er næsti áfangi og loka­áfang­inn í fram­hald­inu. Tölvu­mynd/​Arkís

Vil­yrði hef­ur þegar verið veitt fyr­ir tveim­ur lóðum á svæðinu, ann­ars veg­ar til Bjargs hses. og hins veg­ar til Bú­seta. Þær lóðir verða fyrst bygg­ing­ar­hæf­ar. Sementstank­arn­ir, sem setja mik­inn svip á svæðið, fá að standa áfram.

Í des­em­ber í fyrra var samþykkt að aug­lýsa deili­skipu­lag fyr­ir svæðið. Á þeim hluta svæðis­ins, þar sem unnið hef­ur verið deili­skipu­lag, er gert ráð fyr­ir að rísi 830 íbúðir. Einnig er gert ráð fyr­ir leik- og grunn­skóla fyr­ir yngri skóla­stig­in og versl­un/þ​jón­ustu við svo­kallað Bryggju­torg.

Í framtíðinni er síðan reiknað með, sam­kvæmt ramma­skipu­lagi, að svæðið stækki enn frek­ar til vest­urs á nýrri land­fyll­ingu. Sá hluti hverf­is­ins verður næst Elliðaán­um, eins og sést á tölvu­mynd­inni, sem fylg­ir þess­ari grein.

Heimild: Mbl.is