Home Fréttir Í fréttum Fékk 106 milljónir greiddar frá Reykjavíkurborg fyrir framkvæmdir á bragga í Nauthólsvík

Fékk 106 milljónir greiddar frá Reykjavíkurborg fyrir framkvæmdir á bragga í Nauthólsvík

634
0
Bragginn í Nauthólsvík og mynd innan um gluggann á náðhúsinu. Mynd: Samsett mynd/DV.is

Eigandi verktakafyrirtækis sem fékk 106 milljónir greiddar frá Reykjavíkurborg fyrir framkvæmdir á bragga í Nauthólsvík segir að upplýsingarnar sem borgin hefur sent frá sér vegna málsins séu ekki réttar.

<>

Samkvæmt upplýsingum frá borginni hefur verkefnið kostað 415 milljónir en að heildarkostnaðurinn liggi ekki fyrir. Segir verktakinn í samtali við Eyjuna að hann hafi samið við arkitekt um verkið, arkitekt sem er fyrrverandi starfsmaður borgarinnar og hafi samið við sig í nafni starfsmanns borgarinnar.

Umræður um svokallaðan braggablús í Nauthólsvík fóru fram í borgarstjórn Reykjavíkur í gær og óskaði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, eftir því á fundi borgarstjórnar að óháð rannsókn yrði gerð vegna þess kostnaðar sem nú þegar hefur farið umtalsvert fram úr áætlun.

Þeirri tillögu var hafnað án atkvæðagreiðslu innan borgarstjórnar en lagði þá meirihlutinn til þess í stað að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skoðaði málið og var sú tillaga samþykkt með 12 atkvæðum gegn 10.

Vigdís hefur gagnrýnt verkefnið harðlega og sagt að útlitið á verkinu í dag bendi til að kostnaðurinn muni fara yfir hálfan milljarð þegar upp er staðið.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg um kostnað vegna enduruppgerðar á bragganum að Nauthólsvegi 100 kemur fram að verktakafyrirtækið Smiðurinn þinn Slf hafi fengið um 106 milljónir króna vegna framkvæmda á húsnæðinu.

Sigfús Örn Sigurðsson, eigandi fyrirtækisins, segir í samtali við Eyjuna að upplýsingarnar sem Reykjavíkurborg hafi sent frá sér væru ekki réttar, þar sem ekkert hafi komið fram að um efniskaup hafi verið að ræða.

Segir Sigfús að um 67 milljónir hafi farið í vinnu og afgangurinn, eða 38 milljónir hafi farið í efniskostnað. Ekkert kemur fram í yfirliti Reykjavíkurborgar um þennan efniskostnað.

„Ég sendi Reykjavíkurborg sundurliðaða reikninga þar sem kom skýrt fram hvað var efniskostnaður og hvað var vinna, en samt birta þeir þetta svona.“

Sigfús segir einnig að engir samningar hafi verið gerðir á milli hans og Reykjavíkurborgar heldur eingöngu samið um taxta í tölvupóstsamskiptum.

Sigfús samdi við Margréti Leifsdóttur, eiganda Arkibúllunnar, en hún var arkitekt verkefnisins. Margrét var ráðin til verkefnisins án útboðs eða hönnunarsamkeppni.

Fékk fyrirtæki hennar greiddar 28,3 milljónir króna vegna verkefnisins. Margrét, sem er fyrrverandi starfsmaður Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Eyjuna að hún hafi rætt við Sigfús í umboði Ólafs I. Halldórssonar, starfsmanns Reykjavíkurborgar, og samið við hann um greiðslur vegna verksins.

Heimild: Dv.is/Eyjan.is