Home Fréttir Í fréttum Grafið og sprengt fyr­ir spít­ala

Grafið og sprengt fyr­ir spít­ala

280
0
Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Jarðvegs­vinna vegna fram­kvæmda við nýj­an Land­spít­ala við Hring­braut er haf­in. Íbúa­fund­ur um verk­leg­ar fram­kvæmd­ir á Land­spít­ala­lóð var hald­inn á Hót­el Natura 27. sept­em­ber.

<>

Þar kom m.a. fram í er­indi Ólafs M. Birg­is­son­ar, verk­efna­stjóra Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins, að brottakst­ur á efni verði um 350-400 þúsund rúm­metr­ar. Miðað við að flutn­inga­bíll (trailer) flytji að meðaltali 15 rúm­metra í ferð þá þurfa lestaðir flutn­inga­bíl­ar að fara 23-27 þúsund ferðir með jarðefni.

Í fyrsta áfanga jarðvinnu og veitna verður lagður grunn­ur að nýju gatna­kerfi við Land­spít­al­ann, grafið fyr­ir meðferðar­kjarna og gatna­mót­um við Snorra­braut breytt. Bergsker­ing­ar verða rúm­lega 200.000 rúm­metr­ar úr grunni meðferðar­kjarn­ans og um 100.000 rúm­metr­ar úr götu­stæðum, sam­tals um 300.000 rúm­metr­ar. Hol­an í berg­inu, sem tek­in verður fyr­ir meðferðar­kjarn­an­um, verður allt að 15,6 metra djúp. Dýpst næst barna­spítal­an­um og kvenna­deild­inni.

Heimild: Mbl.is