Home Fréttir Í fréttum Rarik hefur tekið í notkun nýja aðveitustöð í Vík í Mýrdal

Rarik hefur tekið í notkun nýja aðveitustöð í Vík í Mýrdal

168
0
Ljósmynd/Rarik

Rarik hefur tekið í notkun nýja aðveitustöð í Vík í Mýrdal. Stöðin er mikilvægur liður í að mæta aukinni rafmagnsnotkun í Vík og nærliggjandi sveitum um leið og hún bætir afhendingaröryggi rafmagns.

<>

Í frétt frá Rarik segir að mikil uppbygging hafi verið á svæðinu undanfarið og því þörf á að endurnýja og efla búnaðinn. Stöðin sem var spennusett 6. september síðastliðinn er með 19 og 33 kV rofabúnað auk 33/19 kV spennis og annar hún ríflega þrefalt meira álagi en sú eldri.

Gamla aðveitustöðin sem hefur þjónað Vík og nágrenni frá árinu 1982 verður lögð niður en í húsnæði hennar verður áfram starfrækt varaaflsstöð.

Kostnaðaráætlun fyrir verkið í heild var 191,6 milljónir króna og þó að uppgjöri sé ekki að fullu lokið er ljóst að áætlunin mun standa.

Heimild: Sunnlenska.is