Home Fréttir Í fréttum Nýtt húsnæði Hafró í Hafnarfirði sagt vera „skipulagsslys“- Lágreistu húsin eru 22...

Nýtt húsnæði Hafró í Hafnarfirði sagt vera „skipulagsslys“- Lágreistu húsin eru 22 metrar á hæð

360
0

Á vefsíðunni sudurbakki.is er mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum á háhýsum við hafnarkant Flensborgarhafnar, en Hafrannsóknarstofnun hyggst flytja höfuðstöðvar sínar þangað á næsta ári. Samkvæmt meginmarkmiðum í skipulagslýsingu fyrir svæðið, er talað um „lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð.“ Samkvæmt skipulagslýsingu verða byggingarnar 22 metra háar.

<>

Á sudurbakki.is segir:

„Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt byggingu 5 hæða háhýsa á hafnarkanti Flensborgarhafnar. Húsin geta orðið 22 metra og munu byrgja útsýni – hafflötinn, kvöldsólina, Álftanes, Garðaholt, og Snæfellsjökul. Öll lengjan getur orðið 185 metrar – einhverjar mest áberandi byggingar í Hafnarfirði. Koma Hafrannsóknarstofnunar til Hafnarfjarðar er gleðileg – en hæð og magn er langt umfram húsnæðisþörf Hafró. Háhýsin munu hafa fordæmisgildi fyrir framtíðarskipulag svæðisins – því er brýnt að koma í veg fyrir þetta skipulagsslys. Samráð við íbúa er svikið því horft er fram hjá skipulagslýsingu frá 2016 þar sem talað var um:
– Lágreistar byggingar sem falli vel að aðliggjandi byggð
– Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð.
– Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð.“

Á síðunni er greint frá því hvernig hægt sé að skila inn andmælum, en frestur til þess rennur út 8. október.

 

Að neðan má sjá útfærslur af framkvæmdunum:

Ein útfærslan í hugmyndasamkeppni sem haldin var um svæðið.

Heimild: Eyjan.is